Einn í haldi vegna skotárásarinnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar skotárás í Hafnarfirði á aðfangadag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar skotárás í Hafnarfirði á aðfangadag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til íbúa og forráðamanna fyrirtækja á Hvaleyrarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu vegna skotárásar í Hafnarfirði á aðfangadag.

Tveir menn fóru inn í íbúð í Álfholti um kvöldið og hleyptu af nokkrum skotum. Heim­il­is­fólk var á staðnum en eng­inn særðist. 

Er fólk beðið um að koma myndefninu til lögreglu ef ástæða þykir. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar.

Tímaramminn sem um ræðir er milli klukkan 21.30 til 22.30 aðfangadagskvöld. 

Í þágu rannsóknarinnar er verið að leita upplýsinga um grunsamlegar mannaferðir, að því er fram kemur í tilkynningunni. 

Upplýsingum um málið má sömuleiðis koma á framfæri í tölvupósti á netfangið r2a@lrh.is.

Einn er í haldi vegna málsins og er rannsókn lögreglu í fullum gangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert