Lónið fær lúðra

Lónið setur upp lúðra sem ná til allra úti- og …
Lónið setur upp lúðra sem ná til allra úti- og innisvæða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bláa lónið hefur pantað aðvörunarlúðra sem ætlunin er að setja upp þannig að hljóðmerki frá lúðrunum nái strax til alls starfsfólks auk gesta á öllum úti- og innisvæðum lónsins. Þetta staðfestir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, við mbl.is.

„Þeir fara á byggingar okkar og tryggja enn skilvirkara viðbragð gagnvart gestum og starfsmönnum,“ segir Helga við mbl.is, „þannig náum við enn hraðar og betur til allra,“ heldur hún áfram en lúðrunum er ætlað að vara við yfirvofandi eða höfnu hættuástandi á landsvæði sem vænta má að sæti hræringum, skjálftum og eldgosum næstu árin.

Þar til lúðrarnir komast í gagnið segir Helga lónið notast við neyðaráætlanir sínar og núverandi viðvörunarkerfi sem sé í fullu gildi. „Kosturinn við þetta nýja kerfi er ekki síst sá að það nær til allra úti- og innisvæða á sama tíma,“ segir Helga að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert