Í dag er spáð suðaustan 8 til 15 metrum á sekúndu um landið austanvert, en hægari norðlægri átt vestan til.
Gengur í norðaustan 8-15 m/s um landið vestanvert í dag, en 10-18 þar í kvöld, en hægara verður suðaustan til. Snjókoma verður með köflum eða él, en þurrt að kalla vestanlands.
Yfirleitt verður frostlaust við suður- og austurströndina, en frost annars 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Norðlæg átt, 3-13 m/s, verður á morgun, hvassast vestan til. Dálítil él verða um landið norðanvert og á Suðurlandi, en yfirleitt þurrt annars staðar. Kólnandi veður.