Spennulosun á öllum skaganum

Ármann segir að lítið sé hægt að lesa út úr …
Ármann segir að lítið sé hægt að lesa út úr jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall, spennulosun sé á öllum Reykjanesskaga. Samsett mynd

Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að lítið sé hægt að lesa út úr jarðskjálftavirkni vestan við Fagradalsfjall á síðustu dögum.

„Það er bara spennulosun um allan Reykjaneskaga. Lætin voru náttúrulega þarna. Það er voðalega erfitt að segja eitthvað til um það,“ segir Ármann spurður út í þá 140 skjálfta sem mælst hafa við Fagradalsfjall síðustu fimm sólarhringa.

„Þá styttist bara í eldgos“

Land hefur haldið áfram að rísa við Svartsengi og kvikusöfnun heldur áfram. Spurður um framvindu næstu daga segir Ármann að kerfið sé að öllum líkindum komið í þennan farveg, sem svipar margt til um farvegsins sem Kröflueldar fylgdu.

„Nú bíðum við bara eftir því að land nái sömu stöðu, og kannski eitthvað aðeins hærra. Um leið og landið er komið í sömu stöðu þá má búast við því að það fari að fara niður á við hvenær sem er. Þá styttist bara í eldgos,“ segir Ármann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka