Fundur hafinn hjá nýju bandalagi stéttarfélaga

Fundur nýs bandalags er hafinn í húsnæði ríkissáttasemjara.
Fundur nýs bandalags er hafinn í húsnæði ríkissáttasemjara. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrsti formlegi fundur nýs bandalags stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins (SA) í viðræðum fyrir nýja kjarasamninga hófst upp úr klukkan 10 í húsi ríkissáttasemjara. 

Hafa stærstu stéttarfélög og landssambönd á almennum vinnumarkaði hér á landi ákveðið að taka höndum saman um að reyna við nýja þjóðarsátt.

Sigríður Margrét Oddsdóttir og Bjarnheiður Hallsdóttir á leið til fundarins.
Sigríður Margrét Oddsdóttir og Bjarnheiður Hallsdóttir á leið til fundarins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vilja aukin útgjöld frá ríkinu

Bandalagið fer saman með samningsumboð 93% launafólks innan Alþýðusambands Íslands.

Ein meginkrafa bandalagsins er að ríkið auki útgjöld sín til barna-, húsa- og vaxtabóta um 20-25 milljarða króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert