Harpa setur íslenskuna í fyrsta sæti

Heiti Facebook-síðu Hörpu birtist nú fyrst á íslensku og svo …
Heiti Facebook-síðu Hörpu birtist nú fyrst á íslensku og svo á ensku. mbl.is/Eyþór

Ráðstefnu- og tónlistarhúsið Harpa hefur sett íslenskuna í fyrsta sæti á samfélagsmiðlum sínum.

Í morgun barst fylgjendum Hörpu á Facebook tilkynning um að heiti síðunnar hefði verið breytt. 

Nú kemur íslenskt heiti Hörpu á undan í heiti síðunnar, Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús, og svo kemur enskt heiti hennar, Harpa Concert Hall and Conference Centre.

Skjáskot/Facebook

Flest á íslensku

Lýsingin á Facebook-síðu Hörpu er þó enn á ensku, en flestar færslur og flestir viðburðir eru á íslensku.

Þess utan má sjá staka færslu á ensku sem ætla má að miði að erlendum ferðamönnum, en hún fjallar um nýafstaðið eldgos á Reykjanesskaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka