Húsnæði Reykjalundar í óvissu

Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins en nú hefur hluta hennar …
Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins en nú hefur hluta hennar verið lokað vegna bágs ástands húsnæðisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í framhaldi af úttekt verkfræðistofu á ástandi endurhæfingarstöðvarinnar Reykjalundar var hluta húsnæðisins lokað vegna bágs ástands bygginganna í byrjun þessa mánaðar en Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstofnun landsins.

Þetta kemur fram í aðsendri grein þeirra Önnu Stefánsdóttur, stjórnarformanns Reykjalundar, og Péturs Magnússonar forstjóra í Morgunblaðinu í dag.

Grunur uppi um nokkra hríð

Dag hvern njóta um 130 mannsþjónustu Reykjalundar og um 1.300 manns hljóta þar endurhæfingarmeðferð á hverju ári, flestir þeirra í fjórar til sex vikur í senn.

Hefur starfsfólk Reykjalundar um nokkra hríð grunað að hluti húsnæðisins sé ófullnægjandi, hvort tveggja til að veita sjúklingahópnum heilbrigðisþjónustu og þjóna sem vinnuaðstaða starfsfólksins.

Hefur stjórn SÍBS, sem á húsnæði Reykjalundar, verið meðvituð um ástandið og hófst úttekt á því í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert