Opnunartími styttur í laugum borgarinnar um helgar

Laugardalslaug var lokuð vegna viðgerða í september.
Laugardalslaug var lokuð vegna viðgerða í september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það verður breyting á opnunartíma allra sundlauganna í Reykjavík frá og með 1. apríl á næsta ári.

Ákvörðun hefur verið tekin um að stytta opnunartíma lauganna um einn klukkutíma um helgar en opnunartímar á virkum dögum og föstudagskvöldum mun haldast óbreyttur. Frá og með 1. apríl loka laugarnar á laugardögum og sunnudögum því klukkan 21 í stað 22.

Vísir greindi fyrst frá.

„Þessi klukkutími frá 21 til 22 um helgar er sá tími sem minnst notkun er á sundlaugunum og það var tekin sú ákvörðun að stytta opnunartímann um eina klukkustund. Þetta er í samræmi við sundlaugarnar í kringum okkur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar, við mbl.is.

Hann segir að hluta til séu þetta hagræðingaraðgerðir en leitað sé allra leiða til að hagræða í rekstri og með þessari aðgerð sparast launakostnaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka