Ósammála um meintan leka

Frá virkjuninni við Svartsengi.
Frá virkjuninni við Svartsengi. mbl.is/Sigurður Bogi

Tóm­as Már Sig­urðsson, for­stjóri HS Orku, seg­ir ekk­ert benda til þess að leki sé á milli raf­orku­markaða. Hörður Arn­ar­son for­stjóri Lands­virkj­un­ar vakti at­hygli á því í Morg­un­blaðinu í gær að óvenju­mikl­ar pant­an­ir væru á orku fyr­ir heild­sölu­markaðinn, sem ætlaður er smærri fyr­ir­tækj­um og heim­il­um, og að það staðfesti að ork­an væri að fara eitt­hvað annað. Ráða má af þeim orðum að hann eigi við stór­not­end­ur raf­orku.

Tóm­as vek­ur hins veg­ar at­hygli á því að breyti­leg raf­orka hjá Lands­virkj­un sé 40% dýr­ari en grunn­orka. Seg­ir Tóm­as að það út­skýri að ein­hverju leyti af hverju eft­ir­spurn eft­ir grunn­orku hafi auk­ist þetta mikið.

Tómas Már Sigurðsson.
Tóm­as Már Sig­urðsson.

„Verðið á breyti­legri orku hef­ur auk­ist langt um­fram svo­kallaða grunn­orku eða mánaðarblokk­ir og nú eru komn­ir marg­ir smá­sal­ar inn á markaðinn sem eru að kaupa sína orku af Lands­virkj­un. Þess­ir aðilar sjá kost í því, og all­ir aðilar í raun og veru, að kaupa frek­ar mánaðarblokk­ir eða grunn­orku­blokk­ir og henda af­gang­in­um frek­ar en að kaupa breyti­lega orku því hún hef­ur hækkað lang­mest. Það er vegna þess að ein­ok­un­araðili hef­ur verðlagt þann hluta ork­unn­ar of hátt,“ seg­ir Tóm­as í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Þing­menn sem Morg­un­blaðið ræddi við úr Miðflokkn­um, Fram­sókn og Sam­fylk­ing­unni voru all­ir á einu máli um að lög­festa þyrfti for­gangs­röðun raf­orku til heim­ila og smærri fyr­ir­tækja. Eng­inn vildi tjá sig sér­stak­lega um meint­an leka á milli raf­orku­markaða.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka