Skattleggja skemmtiferðaskip

Um 940 þúsund farþegar voru um borð í skemmtiferðaskipum sem …
Um 940 þúsund farþegar voru um borð í skemmtiferðaskipum sem lögðu leið sína til Íslands á þessu ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á síðasta fundardegi Alþingis fyrir jól var sú breyting gerð á lögum um gistináttaskatt að 1.000 króna gjald leggst á hverja gistináttaeiningu skemmtiferðaskipa sem koma inn á tollsvæði ríkisins, þ.e. inn fyrir 12 mílna landhelgislínu. Gjaldið leggst á hvern farþega, en fjöldi þeirra sem hingað hafa komið á þessu ári slagar hátt í eina milljón. Með hugtakinu „gistináttaeining“ er átt við gistiaðstöðu sem leigð er í allt að einn sólarhring.

Lagabreytingin vekur blendin viðbrögð þegar rýnt er í umsagnir um frumvarp að lögunum. Þannig segir í umsögn samtaka fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu að enda þótt gistináttaskattur sé lagður á skemmtiferðaskip verði skattalegt forskot þeirra gagnvart hótelum enn gríðarlegt. Sú tæpa milljón ferðamanna sem með þeim komi sé ekki innifalin í þeim tveggja milljóna fjölda ferðamanna sem tölur Hagstofunnar greini frá og slíkur viðbótarfjöldi reyni mjög á þolmörk innviða landsins.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert