Tveir stórir skjálftar á Reykjaneshrygg

Skjálftar mælast enn á Reykjaneshrygg, langt suður af Íslandi.
Skjálftar mælast enn á Reykjaneshrygg, langt suður af Íslandi. Kort/USGS

Tveir stórir jarðskjálftar urðu á Atlantshafshryggnum í gær. Annar varð klukkan 15.40 og mældist hann fimm að stærð. Á tólfta tímanum í gærkvöldi mældist svo annar sem var 5,2 að stærð.

Jarðvís­inda­stofn­un Banda­ríkj­anna flokk­ar skjálft­ana sem skjálfta á Reykja­nes­hrygg, en svo nefn­ist Norður-Atlants­hafs­hrygg­ur­inn þar sem hann kem­ur und­an Reykja­nestá.

Báðir skjálftarnir mældust á 10 kílómetra dýpi en upptök þeirra eru á svipuðum slóðum og jarðskjálftahrina sem varð 9. og 10. desember, eða tæplega þúsund kílómetra suður af Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert