Orkumálin voru í brennidepli í fimmta þætti Spursmála þar sem þær Björg Eva Erlendsdóttir frá Landvernd og Sigríður Mogensen frá Samtökum iðnaðarins eru mættu til að ræða um stöðuna í orkumálum hér á landi.
Þá rýndu þeir Tvíhöfðabræður Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson í árið sem er fram undan.
Hægagangur í meðferð virkjunarkosta innan rammaáætlunar hefur verið gagnrýndur harðlega og orkuskömmtun hefur verið undanfarin ár. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi þurft að fjárfesta í olíukatli til að tryggja varaafl þegar ekki er til næg raforka. Staða sem hefur þótt bagaleg í ljósi markmiða stjórnvalda um orkuskipti.