Breytingin tekur gildi 2025, ekki 2024

Breytingin snertir þann hóp viðskiptavina Tryggingastofnunar sem búsettur er erlendis.
Breytingin snertir þann hóp viðskiptavina Tryggingastofnunar sem búsettur er erlendis. mbl.is/ÞÖK

Breyt­ing­ar sem Trygg­inga­stofn­un taldi að ættu að taka gildi um ára­mót­in er varðar nýt­ingu per­sónu­afslátt­ar þeirra sem bú­sett­ir eru er­lend­is tek­ur ekki gildi fyrr en árið 2025. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá TR og er beðist vel­v­irðing­ar á mis­tök­un­um. 

Þar seg­ir að í sam­ræmi við fyr­ir­mæli frá Skatt­in­um hafi til­tekn­um hóp viðskipta­vina sem bú­sett­ir eru í út­lönd­um verið sent bréf um breyt­ing­una.

Eft­ir að hafa fengið nýj­ar upp­lýs­ing­ar þess efn­is að breyt­ing­in tæki ekki gildi fyrr en eft­ir rúm­lega ár vinn­ur TR í því að end­ur­gera greiðslu­áætlan­ir þessa hóps fyr­ir árið 2024. 

Verður per­sónu­afslátt­ur áfram nýtt­ur og verða greiðslur 1. janú­ar í sam­ræmi við það.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert