Breytingin tekur gildi 2025, ekki 2024

Breytingin snertir þann hóp viðskiptavina Tryggingastofnunar sem búsettur er erlendis.
Breytingin snertir þann hóp viðskiptavina Tryggingastofnunar sem búsettur er erlendis. mbl.is/ÞÖK

Breytingar sem Tryggingastofnun taldi að ættu að taka gildi um áramótin er varðar nýtingu persónuafsláttar þeirra sem búsettir eru erlendis tekur ekki gildi fyrr en árið 2025. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá TR og er beðist velvirðingar á mistökunum. 

Þar segir að í samræmi við fyrirmæli frá Skattinum hafi tilteknum hóp viðskiptavina sem búsettir eru í útlöndum verið sent bréf um breytinguna.

Eftir að hafa fengið nýjar upplýsingar þess efnis að breytingin tæki ekki gildi fyrr en eftir rúmlega ár vinnur TR í því að endurgera greiðsluáætlanir þessa hóps fyrir árið 2024. 

Verður persónuafsláttur áfram nýttur og verða greiðslur 1. janúar í samræmi við það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert