Fimm var ráðinn bani á þessu ári

Manni var ráðinn bani í heimahúsi í Bátavogi í september.
Manni var ráðinn bani í heimahúsi í Bátavogi í september. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls hafa fimm manndráp verið framin hér á landi á þessu ári sem er talsvert yfir meðaltali undanfarinna ára, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafa að jafnaði tæp tvö manndráp verið framin árlega undangengin ár.

Í apríl var maður stunginn til bana við Fjarðarkaup í Hafnarfirði, í maí var konu ráðinn bani á Selfossi og í júní var maður stunginn til bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Í sama mánuði var manni ráðinn bani á skemmtistaðnum Lúx í Reykjavík og loks var manni banað í heimahúsi í Bátavogi í Reykjavík í september.

Til samanburðar má nefna að fjögur manndrápsmál komu upp á síðasta ári, en í einu tilviki var um sjálfsvörn að ræða og gerandi því ekki ákærður. Árið 2021 voru tveir einstaklingar myrtir og þrír árið 2020. Allt er þetta yfir fyrrgreindu meðaltali.

Á árabilinu 2012 til og með 2022 komu upp 25 manndrápsmál á Íslandi, en fjöldi slíkra mála á árabilinu 1999 til 2011 var 28.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert