Hirða sorp á gamlársdag en ólíklega í Laugardalnum

Snjórinn gerir þeim sem sinna sorphirðu erfiðara fyrir.
Snjórinn gerir þeim sem sinna sorphirðu erfiðara fyrir. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Ólík­legt er að papp­írs- og plast­tunn­ur í Laug­ar­daln­um verði tæmd­ar fyrr en eft­ir ára­mót. Þar sem dreg­ist hef­ur aft­ur úr sorp­hirðu hef­ur vinnu­dag­ur sorp­hirðufólks verið lengd­ur yfir hátíðirn­ar og mun það hirða um helg­ar.

Papp­ír og plast er al­mennt hirt á þriggja vikna fresti fyr­ir hátíðirn­ar en eins og fram hef­ur komið eru ýms­ar taf­ir í þeim flokk­um. Er það vegna gríðarlegs magns af papp­ír og plasti og erfiðrar færðar, að því er fram kem­ur í skrif­leg­um svör­um Reykja­vík­ur­borg­ar. 

„Núna, þegar magnið er þetta mikið og færðin erfið, hef­ur hirða á papp­ír og plasti dreg­ist,“ seg­ir í svari borg­ar­inn­ar.

Sorptunn­ur verið full­ar í marga daga

„Við vor­um við los­un í Grafar­vogi og Vest­ur­bæn­um á Þor­láks­messu. Erum nú að ljúka við Miðbæ­inn og á leið aust­ur eft­ir – Hlíðar, Laug­ar­dal­ur, Háa­leiti og Bú­staðir…“ seg­ir í svör­um Reykja­vík­ur­borg­ar.

„[Okk­ur] finnst ólík­legt að við náum í Laug­ar­dal­inn í papp­ír og plasti fyrr en eft­ir ára­mót,“ kem­ur einnig fram í svör­un­um. Í Laug­ar­daln­um hafa sorptunn­ur marg­ar verið full­ar í 10 daga.

Vinna lengri daga og um helg­ar

Til þess að vinna upp þá sorp­hirðu sem dreg­ist hef­ur aft­ur úr verður sorp­hirðufólk við vinnu á morg­un og fram að há­degi á gaml­árs­dag. 

Það líða al­mennt tvær vik­ur milli los­ana á blönduðu sorpi og mat­ar­leif­um en sú sorp­hirða er ekki á eft­ir áætl­un sam­kvæmt Reykja­vík­ur­borg.

Borg­in hvet­ur íbúa til að fara með stærri umbúðir á end­ur­vinnslu­stöðvar Sorpu og nýta grennd­ar­stöðvar ef papp­ír og plast rúm­ast ekki í heim­il­istunn­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka