Lagði til að ráðist verði strax í varnargarða við Grindavík

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram tillögu um að hefja framkvæmdir við …
Dómsmálaráðherra hefur lagt fram tillögu um að hefja framkvæmdir við varnargarða við Grindavík. mbl.is/Arnþór

Dómsmálaráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi nú í morgun að ráðist yrði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík sem fyrst. Fyrsti áfanginn er sá hluti af varnargörðunum sem almannavarnir telja mikilvægastan.

Kostnaður við fyrsta áfanga er hálfur milljarður króna, en heildarkostnaður við varnargarðana við Grindavík verða hærri. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi svo frá er hún ræddi við mbl.is eftir ríkisstjórnarfund. Þessi áform verða kynnt formönnum stjórnarandstöðuflokkanna eftir hádegi í dag.

Almannavarnir lögðu fram tillögu til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í gær hvaða hluti varnagarðanna ætti að vera í forgangi. Verði þessi áform samþykkt er hægt að hefja vinnu við þá strax 2. janúar.

Varnargarðar við Grindavík verða mun umfangsmeiri en þeir sem reistir hafa verið við hitaveituna í Svartsengi og Bláa lónið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert