„Lít á þetta sem heiður fyrir Grindvíkinga“

Marta María Winkel Jónasdóttir, fréttastjóri dægurmála mbl.is og umsjónarmaður Smartlands, …
Marta María Winkel Jónasdóttir, fréttastjóri dægurmála mbl.is og umsjónarmaður Smartlands, afhenti Fannari Jónassyni glaðning í gær. mbl.is/Eyþór

„Ég er auðvitað bara mjög þakklátur fyrir þessa hugulsemi hjá lesendum. Ég lít á þessa tilnefningu sem heiður fyrir Grindvíkinga. Ég er ekkert annað en bara talsmaður þeirra. Ég vil þakka lesendum blaðsins fyrir að sýna okkur þessa samkennd sem við höfum fundið fyrir,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, aðspurður hvernig honum finnist að vera valinn manneskja ársins af lesendum Smartlands.

Nánar er fjallað um kjörið í áramótablaði Smartlands sem fylgir Morgunblaðinu í dag.

Fannar hefur vakið athygli fyrir að sýna yfirvegun í þeim jarðhræringum sem dunið hafa yfir í Grindavík á árinu og í fyrri eldgosum. Þegar hann er spurður hvernig hann fari að því að vera svona yfirvegaður segir hann að það hjálpi ekki til að fara í panikástand.

„Ég fer sjaldan í panikástand. Það hjálpar til að sýna yfirvegun. Ég sker mig nú kannski ekki úr en það er gott að reyna að einbeita sér að verkefnunum þótt þau séu erfið. Sama hvernig aðstæður eru hverju sinni,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert