Miðborgaríbúðirnar tínast út

Í Borgartúni 24 er verið að reisa 64 íbúða blokk.
Í Borgartúni 24 er verið að reisa 64 íbúða blokk. mbl.is/Árni Sæberg

Seldar hafa verið 40 af 133 nýjum íbúðum í þremur nýjum fjölbýlishúsum í miðborginni sem fóru í sölu í haust.

Í fyrsta lagi er búið að selja 23 íbúðir af 64 í Borgartúni 24. Samkvæmt fasteignaskrá er búið að skrá 12 þessara seldu íbúða á nýja eigendur. Af þeim á Brynja – leigufélag Öryrkjabandalagsins sex íbúðir, Kennarasamband Íslands fjórar íbúðir og Báran stéttarfélag eina íbúð. Ein seld íbúð er skráð á einstaklinga.

Kort/mbl.is

Ein seld einstaklingum

Í öðru lagi er búið að selja 10 af 35 íbúðum á Snorrabraut 62. Samkvæmt fasteignaskrá er búið að skrá þrjár þessara íbúða á Félagsbústaði og eina íbúð á einstaklinga.

Í þriðja lagi er búið að selja sjö íbúðir af 34 í Skipholti 1. Samkvæmt fasteignaskrá eru þrjár þessara íbúða skráðar á Félagsbústaði, tvær á Brynju og tvær á einstaklinga. Félagið Snorrahús byggir íbúðirnar á Snorrabraut 62.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert