Miklir veikleikar í einkahlutafélagaforminu

Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra.
Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. mbl.is/Hákon

Mikl­ar ógn­ir og veik­leik­ar eru í einka­hluta­fé­laga­form­inu hér á landi sem gera pen­ingaþvætti auðveld­ara. Lög­reglu­stjór­inn á Norður­landi vestra vill að höml­ur verði sett­ar á notk­un reiðufjár. Það veki furðu hversu mikið reiðufé sé í um­ferð.

Í nýju áhættumati um pen­ingaþvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka seg­ir að ólög­mæt at­vinnu­starf­semi þríf­ist á Íslandi. Talið er að um­fang dul­inn­ar ólög­mætr­ar starf­semi geti numið 3–7% af vergri lands­fram­leiðslu. Ólög­mæt starf­semi sé sér­stak­lega al­geng í verk­taka­geir­an­um.

Birg­ir Jónas­son, lög­reglu­stjóri á Norður­landi vestra kom að gerð skýrsl­unn­ar. Hann seg­ir við mbl.is að auðvelt sé mis­nota fé­lög­in til að þvætta pen­inga einkum vegna þess „geig­væn­lega fjölda“ sem til er af einka­hluta­fé­lög­um. Fé­lög sem ekki eru í reksti séu oft mis­notuð, en eng­in skylda er að slíta einka­hluta­fé­lagi sem hætt hef­ur starf­semi.

Vill setja á höml­ur á notk­un reiðufjár

Reiðufjár­velta í ís­lenska fjár­mála­kerf­inu var að lág­marki liðlega 141 ma.kr. árið 2021, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­reglu. Þar af nam reiðufjár­velta lögaðila 31 ma.kr. sem Birg­ir seg­ir vera tölu­verða fjár­hæð. 

„Maður velt­ir því fyr­ir sér hvort það sé sam­band þarna á milli: notk­un reiðufjár, pen­ingaþvætti og einka­hluta­fé­lög. Ég held að þetta teng­ist allt sam­an sterk­um bönd­um. Þetta er göm­ul saga og ný,“ seg­ir Birg­ir.

„Það þyrfti að spyrna bet­ur við fót­un­um. Það þyrfti að setja á höml­ur á notk­un reiðufjár,“ seg­ir hann og bend­ir á að er­lend­is sé bannað að nota reiðufé á ákveðnum tím­um sól­ar­hrings.

Birgi finnst aft­ur að „áhættu­vit­und“ al­menn­ings gagn­vart notk­un reiðufjár hafi auk­ist á umliðnum árum. Jafn­framt hef­ur til­kynn­inga­skyld­um aðilum fjölgað.

Reiðufjárvelta lögaðila var 31 ma.kr. árið 2021.
Reiðufjár­velta lögaðila var 31 ma.kr. árið 2021. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

Hagræðing­ar­krafa áhyggju­efni

„Þetta er menn­inga­legt hvernig við not­um reiðufé. En það er að breyt­ast, sýn­ist manni,“ seg­ir hann. 

Hann seg­ir að það þurfi tví­mæla­laust hert­ara eft­ir­lit með árs­reikn­ing­um fyr­ir­tækja og eft­ir at­vik­um að herða viður­lög við því að árs­reikn­ing­um sé ekki skilað. Þá tel­ur Birg­ir að setja þyrfti strang­ari kröf­ur um einka­hluta­fé­lög, til að fækka fé­lög­um sem ekki eru í rekstri.

Þá seg­ir Birg­ir að það sé „áhyggju­efni“ að hagræðing­ar­krafa sé sett á stofn­an­ir sem sinna skatta­eft­ir­liti á sama tíma og íbú­um fjölg­ar mikið.

Kenni­töluflakk stórt vanda­mál á Íslandi

Á Íslandi er und­an­skot eigna og kenni­töluflakk, þ.e. þegar fyr­ir­tæki flyt­ur eign­ir sín­ar yfir á aðra kenni­tölu en skil­ur skuld­ir fyr­ir­tæk­is­ins eft­ir á hinni gömlu, bæði stór vanda­mál í fyr­ir­tækja­rekstri, sam­kvæmt skýrslu rík­is­lög­reglu­stjóra. 

Oft sé röng­um upp­lýs­ing­um um raun­veru­lega eig­end­ur vís­vit­andi haldið að fyr­ir­tækja­skrá Skatts­ins, þegar eig­end­ur fá fólk til þess að stofna eða skrá sig fyr­ir stjórn­un einka­hluta­fé­lags, sem einskon­ar lepp­ir. Er þetta sér­stak­lega al­gengt skömmu fyr­ir gjaldþrot og eru lepp­ir þá kallaðir „út­fara­stjór­ar“.

Ein birt­ing­ar­mynd brot­a­starf­semi í ann­ars lög­legri starf­semi eru sýnd­ar­viðskipti af ýmsu tagi, á milli fé­laga und­ir stjórn tengdra aðila, sem m.a. geta teygt anga sína yfir landa­mæri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka