Þakkar fyrir mikilvæga yfirlýsingu

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. mbll.is/Eggert Jóhannesson

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, fagnar yfirlýsingu Akraneskaupstaðar en bæjarstjórn Akraness kveðst reiðubúin til að taka upp og endurskoða gjaldskrárhækkanir verði af þjóðarsátt um að ná niður verðbólgu og háu vaxtastigi.

„Ég vil þakka bæjarstjórn Akraneskaupstaðar kærlega fyrir þessa mikilvægu yfirlýsingu,“ skrifar Vilhjálmur í færslu á Facebook.

Hann segir að eitt mikilvægasta verkefni í komandi kjaraviðræðum sé að ná niður mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi sem komið hefur hart niður á launafólki, heimilum, sveitarfélögum og fyrirtækjum.

Ég skora á önnur sveitafélög að fylgja þessu fordæmi sem Akraneskaupstaður og Reykjavíkurborg hafa stigið og einnig skora ég á öll fyrirtæki um að halda aftur af verðlagshækkunum og þjónustugjöldum. Enda verða allir að axla ábyrgð við að ná niður verðbólgu og vöxtum,“ segir Vilhjálmur ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka