Tvíhöfði og lífleg orkumálaumræða

Búast má við líflegum umræðum um orkumál í Spursmálum í …
Búast má við líflegum umræðum um orkumál í Spursmálum í dag þegar Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og Sigríður Mogensen sviðsstjóri hjá Samtökum Iðnaðarins mæta í settið til Stefáns Einars. Þá mun Tvíhöfði rýna í árið sem er framundan. Samsett mynd

Orku­mál­in verða í brenni­depli í Spurs­mál­um í dag þar sem þær Björg Eva Er­lends­dótt­ir frá Land­vernd og Sig­ríður Mo­gensen frá Sam­tök­um iðnaðar­ins mæta til að ræða um stöðuna sem er kom­in upp í orku­mál­um hér á landi. Þá munu þeir Jón Gn­arr og Sig­ur­jón Kjart­ans­son rýna í árið sem er fram und­an.

Hæga­gang­ur í meðferð virkj­un­ar­kosta inn­an ramm­a­áætl­unar hef­ur verið gagn­rýnd­ur harðlega og orku­skömmt­un hef­ur verið und­an­far­in ár. Dæmi eru um að fyr­ir­tæki hafi þurft að fjár­festa í ol­íukatli til að tryggja vara­afl þegar ekki er til næg raf­orka. Staða sem hef­ur þótt baga­leg í ljósi mark­miða stjórn­valda um orku­skipti.

Stefán Ein­ar mun fara yfir stöðuna með þeim Björgu Evu og Sig­ríði sem koma úr ólík­um átt­um þegar kem­ur að ork­u­nýt­ingu.

Þá mun Tví­höfði rýna í næsta ár.

Spurs­mál verða í beinu og opnu streymi hér á mbl.is kl. 14 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert