Lausnin á orkumálum jarðarbúa, og eru Íslendingar auðvitað þar með taldir, er kjarnaorka. Þetta fullyrti Tvíhöfðinn og fyrrum borgarstjórinn Jón Gnarr í Spursmálum í dag þar sem orkumál voru til umræðu. Orðin komu þó vissulega hinum helmingi Tvíhöfða í opna skjöldu.
„Mér finnst vera kominn tími á kjarnorkuver á Íslandi, við eigum að hætta þessu virkjanarugli,“ sagði Jón og stakk jafnframt upp á að slíkt yrði reist á Vestfjörðum, Búðardal jafnvel.
Þeir félagar rýndu í fréttir ársins og þess næsta í nýjasta þætti Spursmála en þær Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá SI, mættu einnig til að ræða um orkumál.