26.000 yfir línuna

Forsvarsmenn SA og breiðfylkingarinnar innan ASÍ komu saman hjá ríkissáttasemjara …
Forsvarsmenn SA og breiðfylkingarinnar innan ASÍ komu saman hjá ríkissáttasemjara í vikunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rætt hefur verið sem upplegg af hálfu breiðfylkingar verkalýðsfélaga í ASÍ í viðræðunum við SA að samið verði um 26 þúsund króna flata upphafshækkun yfir alla línuna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Þetta er þó algerlega háð því að öllum öðrum markmiðum verði náð í anda þjóðarsáttar um aðgerðir stjórnvalda og annarra til að ná niður verðbólgu og vöxtum, bæta lífskjör launafólks og heimila og stuðla að stöðugleika.

Ef markmið viðsemjenda um víðtækt og samstillt samkomulag nær fram að ganga er rætt um gerð kjarasamninga sem gætu mögulega gilt til næstu þriggja og jafnvel fimm ára samkvæmt upplýsingum blaðsins. Vilja stéttarfélögin að þá verði gengið frá skýrum verðlagsákvæðum (rauðum strikum) og jafnvel að samið verði um hagvaxtarauka á samningstímanum.

Stjórn SA sendi í gær áskorun á öll fyrirtæki, ríkið og sveitarfélög um að styðja við sameiginleg samningsmarkmið með því að halda aftur af verðhækkunum og launaskriði eins og þeim frekast er unnt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka