26.000 yfir línuna

Forsvarsmenn SA og breiðfylkingarinnar innan ASÍ komu saman hjá ríkissáttasemjara …
Forsvarsmenn SA og breiðfylkingarinnar innan ASÍ komu saman hjá ríkissáttasemjara í vikunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rætt hef­ur verið sem upp­legg af hálfu breiðfylk­ing­ar verka­lýðsfé­laga í ASÍ í viðræðunum við SA að samið verði um 26 þúsund króna flata upp­hafs­hækk­un yfir alla lín­una, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins.

Þetta er þó al­ger­lega háð því að öll­um öðrum mark­miðum verði náð í anda þjóðarsátt­ar um aðgerðir stjórn­valda og annarra til að ná niður verðbólgu og vöxt­um, bæta lífs­kjör launa­fólks og heim­ila og stuðla að stöðug­leika.

Ef mark­mið viðsemj­enda um víðtækt og sam­stillt sam­komu­lag nær fram að ganga er rætt um gerð kjara­samn­inga sem gætu mögu­lega gilt til næstu þriggja og jafn­vel fimm ára sam­kvæmt upp­lýs­ing­um blaðsins. Vilja stétt­ar­fé­lög­in að þá verði gengið frá skýr­um verðlags­ákvæðum (rauðum strik­um) og jafn­vel að samið verði um hag­vaxt­ar­auka á samn­ings­tím­an­um.

Stjórn SA sendi í gær áskor­un á öll fyr­ir­tæki, ríkið og sveit­ar­fé­lög um að styðja við sam­eig­in­leg samn­ings­mark­mið með því að halda aft­ur af verðhækk­un­um og launa­skriði eins og þeim frek­ast er unnt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert