Netsvikarar þykjast vera skátarnir í Kópavogi

Nú stendur yfir gjafaleikur hjá skátunum og hafa netsvikararnir stokkið …
Nú stendur yfir gjafaleikur hjá skátunum og hafa netsvikararnir stokkið á það tækifæri. AFP

Netsvikarar nota nú nafn og merki Hjálparsveitar skáta í Kópavogi til að reyna komast yfir kortaupplýsingar fólks í gegnum Facebook.

Frá þessu greinir Hjálparsveit skáta í Kópavogi.

Um þessar mundir stendur yfir gjafaleikur hjá skátunum og hafa netsvikararnir stokkið á það tækifæri með því að tilkynna fólki að það hafi sigrað í leiknum. Til þess að innheimta vinninginn þurfi fólk einfaldlega að gefa þeim persónuupplýsingarnar sínar og kortaupplýsingar.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi áréttar þó að væntanlegur vinningshafi í gjafaleik þeirra verði beðinn um að mæta á sölustað þeirra og vitja vinningsins, en ekki er enn búið að draga í gjafaleiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert