„Vonandi verður hægt að slaka á vöxtum fljótlega“

Ásgeir vonast til þess að þjóðarsátt á vinnumarkaði skapi kjölfestu …
Ásgeir vonast til þess að þjóðarsátt á vinnumarkaði skapi kjölfestu fyrir lækkun verðbólgu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri kveðst já­kvæður yfir frétt­um þessa dag­ana þess efn­is að ákveðin samstaða virðist vera að mynd­ast á vinnu­markaðnum í kjaraviðræðum.

Von­ast hann til þess að þjóðarsátt á vinnu­markaði skapi kjöl­festu fyr­ir lækk­un verðbólgu þannig hægt verði að lækka vexti fljót­lega.

Nýtt banda­lag stétt­ar­fé­laga og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins funduðu á fimmtu­dag og gáfu í kjöl­farið út sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu þar sem aðilar vinnu­markaðar­ins kveðast sam­mála um að meg­in­verk­efnið verði að ná niður verðbólgu og háu vaxta­stigi.

Kjara­bæt­ur koma ekki bara í gegn­um nafn­launa­hækk­an­ir

Ásgeir hef­ur lengi talað fyr­ir því að fleiri aðilar en Seðlabank­inn komi að borðinu í bar­átt­unni við verðbólg­una þrálátu. Seðlabank­inn hef­ur hækkað stýri­vexti í þeirri viðleitni að kveða niður verðbólg­una og standa þeir nú í 9,25%.

„Allt það sem ég heyri í fjöl­miðlum, það sem aðilar hafa látið frá sér fara, finnst mér mjög já­kvætt. Það er verið að minn­ast á rétta hluti, sem skipta máli fyr­ir verðstöðuleika.

Kjara­bæt­ur fólks koma ekki bara í gegn­um nafn­launa­hækk­an­ir held­ur með því að horfa á heild­ar­mynd­ina. Kaup­mátt­ur get­ur aðeins vaxið í smá­um en þétt­um skref­um, á grund­velli stöðug­leika og vax­andi fram­leiðni – verðmæta­sköp­un,“ seg­ir Ásgeir.

Samstaða eyk­ur lík­ur á mjúkri lend­ingu

Hann seg­ir að sag­an sýni að sátt á vinnu­markaði sé lyk­ill­inn að verðstöðuleika og seg­ir það eiga við um þjóðarsátt­ina á sín­um tíma sem var gerð árið 1990 sem og um lífs­kjara­samn­ing­ana árið 2019 sem „voru ágæt­ir um margt“.

„Núna er búið að hækka vexti mjög mikið til þess að hemja þenslu og verðbólgu. Árang­ur þess­ara aðgerða er nú að skila sér. Á seinni hluta árs­ins hef­ur dregið úr fjár­fest­ingu og einka­neyslu ásamt því sem sparnaður hef­ur vaxið. Þetta er allt á réttri leið. Við erum að sjá efna­hags­lífið kom­ast í mun betra jafn­vægi,“ seg­ir Ásgeir og bæt­ir við:

„Ég er mjög ánægður með það sem ég hef heyrt í fjöl­miðlum um að vinnu­markaðsfé­lög­in ætli að standa sam­an að þessu. Það ger­ir það lík­legra að við náum mjúkri lend­ingu. Það er að segja að við náum jafn­vægi í kerf­inu án þess að Seðlabank­inn þurfi að bremsa af efna­hags­lífið of hart niður með pen­inga­legu aðhaldi. Von­andi verður hægt að slaka á vöxt­um fljót­lega, en það fer að vísu eft­ir verðbólgu­töl­un­um nátt­úru­lega.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert