3,6 stiga skjálfti í Bárðarbungu

Horft yfir Bárðarbungu úr lofti.
Horft yfir Bárðarbungu úr lofti. mbl.is/RAX

Jarðskjálfti af stærðinni 3,6 varð í Bárðarbungu klukkan 18.05 í kvöld.

Mældist hann á 100 metra dýpi, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.

Landris hefur verið í eld­stöðinni Bárðarbungu allt frá því eld­gosi í Holu­hrauni lauk í fe­brú­ar árið 2015.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert