Nóg að gera á flugeldamarkaði Súlna

Margir Akureyringar kláruðu skoteldainnkaupin rétt fyrir lokun í dag.
Margir Akureyringar kláruðu skoteldainnkaupin rétt fyrir lokun í dag. mbl.is/Þorgeir

Björgunarsveitin Súlur á Akureyri hefur selt flugelda af kappi í dag. Sölu lauk kl. 16 en margir Akureyringar náðu að klára skoteldainnkaupin rétt fyrir lokun.

Manngrúi var á flugeldamarkaðinn við Hjalteyrargötu þegar Þorgeir Baldursson, ljósmyndara mbl.is, bara að. Þar var fólk ýmist að versla inn flugelda eða sækja pantanir af netinu.

Skotterturnar eru afar vinsælar, rétt eins og síðustu ár.
Skotterturnar eru afar vinsælar, rétt eins og síðustu ár. mbl.is/Þorgeir

Að því er virtist gengu flestir út með skottertu í fanginu, greinilega tilbúnir að fagna nýja árinu, eða í það minnsta kveðja það gamla.

mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert