„Samfélag okkar og mörg önnur eru í vanda“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hin nýju ímyndarstjórnmál og undirgefnin við tíðaranda hverrar stundar hafa grafið undan öllum meginstoðum réttarríkisins, þar með talið reglunni um sakleysi uns sekt er sönnuð og jafnræði fyrir lögum. 

Þetta er mat Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, sem ritaði áramótagrein í Morgunblaðið í gær. 

Sigmundur skrifar umbúðalaust í grein sinni um hvernig megi vernda stoðir samfélagsins til framfara.

„Samfélag okkar og mörg önnur eru í vanda. Áfram birtast framfarir á ýmsum sviðum, ekki hvað síst á tæknisviðinu, en um leið hafa undirstöður þeirra framfara og annars árangurs um aldir verið vanræktar. Viðhaldi þeirra hefur ekki verið sinnt og sumir reyna nú markvisst að brjóta þær,“ skrifar Sigmundur.

Segir hann að ef við missum trúna á grunnstoðirnar, á fullveldið og þau gildi sem áunnust á löngum tíma hafi það mikil áhrif á líf okkar allra. 

„Afleiðingin er m.a. „ópólitísk“ ríkisstjórn eins og sú sem við búum nú við. Stjórn sem snýst bara um stólaskipti og það að sitja sem lengst í stólunum, fremur en stefnu. Stjórn þar sem allt snýst um umbúðirnar fremur en innihaldið. Stjórn þar sem nýjum íbúðum, göngum, brúm og vegum fjölgar stöðugt á glærukynningum en ekki að sama skapi í raunveruleikanum. Stjórn sem segist hafa áhyggjur af verðbólgu á sama tíma og hún kyndir bálið stöðugt með nýjum útgjaldametum, nýjum gjöldum og hærri sköttum,“ skrifar Sigmundur. 

Grein Sigmundar má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í gær, 30. desember. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert