Fyrstu vinnuvélarnar halda til Grindavíkur

Garðurinn sem á að rísa við Grindavík.
Garðurinn sem á að rísa við Grindavík. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Undirbúningur við gerð varnargarða við Grindavík er hafinn. Gera má ráð fyrir að formleg vinna við garðana hefjist síðar í dag en horft er til þess að síðustu leyfin detti í hús um hádegi.

Fyrstu vélarnar voru færðar frá varnargörðunum við Svartsengi nær Grindavík í morgun, að sögn Arnars Smára Þorvarðarsonar, byggingartæknifræðings hjá Verkís. Þá er verið að undirbúa vegslóða til bráðabirgða samhliða Grindavíkurvegi fyrir stóru vinnuvélarnar.

Enn eru vinnuvélar að störfum við lokafrágang við Svartsengi og verða því ekki öll tækin flutt í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert