Gæti dregist eitthvað inn í janúar

Ekki hefur hægst á landrisinu við Svartsengi.
Ekki hefur hægst á landrisinu við Svartsengi. mbl.is/Eyþór

„Við getum alveg búist við að eitthvað gerist, þó við getum ekki sagt nákvæmlega til um hvenær það gerist,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Ekki hefur hægt á landrisi á Reykjanesskaga nærri Grindavík á síðustu dögum og segir Þorvaldur ólíklegt að eitthvað gerist fyrr en landrisið hægir á sér.

„Þetta gæti dregist eitthvað inn í janúar ef landrisið fer ekki að hægja á sér. Þetta verður alltaf að mínu mati tiltölulega lítið gos, það getur verið aflmikið í byrjun eins og seinast en ef það verður aflminna en síðasta gos þá stendur það yfir lengur,“ segir Þorvaldur. 

Greint var frá því 29. desember að landrisið við Svartsengi væri búið að ná sömu hæð og það var í þegar seinasta gos braust út 18. desember. „Það gæti gerst í þessari viku að eitthvað fari af stað, en það þarf ekki að enda með eldgosi,“ segir Þorvaldur. 

Hann telur að ef kvika nær til yfirborðsins muni hún koma upp á svipuðum slóðum og 18. desember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert