Munaði litlu að krani félli á bíl á Hringbraut

Óhappið átti sér stað í aðrein frá Snorrabraut og Bústaðaveg …
Óhappið átti sér stað í aðrein frá Snorrabraut og Bústaðaveg að Hringbraut. mbl.is/Árni Sæberg

Járnvirki hrundi af vörubíl í aðrein við Hringbraut um skömmu eftir klukkan 14:00 í dag. Sjónarvottur segir litlu hafa munað að hlassið félli á mannaða bifreið. 

Í samtali við mbl.is segir Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að lokað hafi verið fyrir umferð á meðan á aðgerðum viðbragðsaðila stendur. Opnað hefur verið fyrir umferð á ný. 

Hann segir heppni að ekki hafi orðið slys á fólki við atvikið. Tjón sé á ljósastaur og umferð hafi verið hindruð í vesturátt vegna kranans og steina sem einnig féllu á veginn. 

Viðbragðsaðilar vinna að því að færa kranann.
Viðbragðsaðilar vinna að því að færa kranann. mbl.is/Árni Sæberg

Munaði hársbreidd

Kristinn Hrafnsson fjölmiðlamaður var annar ökumaðurinn til að koma að slysinu og smellti myndum af vettvanginum. Hann segir hársbreidd hafa munað að konan í bifreiðinni á undan honum hefði orðið undir krananum. 

„Hún hefði ekki þurft að kemba hærurnar blessunin, það var það mikill þungi á þessu að þetta tók ljósastaur og braut hann saman eins og pappír,“ segir Kristinn og bætir við að einnig hafi kraninn dottið úr nokkurri hæð. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

 

Litlu munaði að kraninn félli á bifreið að sögn sjónarvotts.
Litlu munaði að kraninn félli á bifreið að sögn sjónarvotts. Ljósmynd/Kristinn Hrafnsson
Kraninn féll úr talsverðri hæð á veginn og munaði litu …
Kraninn féll úr talsverðri hæð á veginn og munaði litu að hann félli á bifreið. Ljósmynd/Kristinn Hrafnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert