Ríkislögreglustjóri valdi Helenu Rós

Helena Rós Sturludóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra.
Helena Rós Sturludóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra. Ljósmynd/Vilhelm Gunnarsson

Helena Rós Sturludóttir, fréttamaður á Stöð 2 og Vísi, hefur verið ráðin samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra (RLS) og mun hún hefja störf þar frá og með morgundeginum. 

Helena Rós er 33 ára með BA gráðu í stjórnmálafræði og meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hún hefur meðal annars áður starfað á Fréttablaðinu og hjá Ríkisútvarpinu. Þá var hún einnig í starfi hjá Íslandsbanka og ABB group í Sviss. 

Rúmlega 20 umsækjendur 

Rúmlega 20 umsækjendur sóttu um stöðuna. Auðunn Arnórsson, fyrrum blaðamaður og starfsmaður hjá breska sendiráðinu var einn umsækjenda. 

Björn Þorláksson sem m.a. var í starfi hjá Fréttablaðinu og upplýsingafulltrúi hjá Umhverfisstofnun sótti um. Þá sótti Lára Ómarsdóttir, fyrrum fréttamaður á RÚV, um starfið sem og Haraldur Líndal Haraldsson, upplýsingafulltrúi hjá Fjarðabyggð. 

Rúmlega 20 sóttu um starf samskiptastjóra RLS.Meðal annars þau Björn …
Rúmlega 20 sóttu um starf samskiptastjóra RLS.Meðal annars þau Björn Þorláksson, Auðunn Arnórsson, Lára Ómarsdóttir og Haraldur Líndal Haraldsson og Sigurður Orri Kristjánsson.

Neðangreint er listi yfir þá 22 sem sóttu um starf samskiptastjóra ríkislögreglustjóra eftir stafrófsröð. 

Auðunn Arnórsson

Ásgerður Ottesen

Ásta Sigríður Guðjónsdóttir

Björn Jónas Þorláksson

Dóra Magnúsdóttir

Dýrleif Dögg Bjarnadóttir

Elfa Sif Logadóttir

Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Gunnar Freyr Róbertsson

Halldóra Lillý Jóhannsdóttir

Haraldur Líndal Haraldsson

Helena Rós Sturludóttir

Helga Ólafs Ólafsdóttir

Kristín Ýr Gunnarsdóttir

Lára Ómarsdóttir

Matthías Ólafsson

Nanna Ósk Jónsdóttir

Nawras Zaher Eldeen           

Nikólína H. Sveinsdóttir Jensen

Sigurður Orri Kristjánsson

Steinþór Einarsson

Þórarinn Jóhannes Ólafsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert