Helena Rós Sturludóttir, fréttamaður á Stöð 2 og Vísi, hefur verið ráðin samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra (RLS) og mun hún hefja störf þar frá og með morgundeginum.
Helena Rós er 33 ára með BA gráðu í stjórnmálafræði og meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hún hefur meðal annars áður starfað á Fréttablaðinu og hjá Ríkisútvarpinu. Þá var hún einnig í starfi hjá Íslandsbanka og ABB group í Sviss.
Rúmlega 20 umsækjendur sóttu um stöðuna. Auðunn Arnórsson, fyrrum blaðamaður og starfsmaður hjá breska sendiráðinu var einn umsækjenda.
Björn Þorláksson sem m.a. var í starfi hjá Fréttablaðinu og upplýsingafulltrúi hjá Umhverfisstofnun sótti um. Þá sótti Lára Ómarsdóttir, fyrrum fréttamaður á RÚV, um starfið sem og Haraldur Líndal Haraldsson, upplýsingafulltrúi hjá Fjarðabyggð.
Neðangreint er listi yfir þá 22 sem sóttu um starf samskiptastjóra ríkislögreglustjóra eftir stafrófsröð.
Auðunn Arnórsson |
Ásgerður Ottesen |
Ásta Sigríður Guðjónsdóttir |
Björn Jónas Þorláksson |
Dóra Magnúsdóttir |
Dýrleif Dögg Bjarnadóttir |
Elfa Sif Logadóttir |
Erla Hjördís Gunnarsdóttir |
Gunnar Freyr Róbertsson |
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir |
Haraldur Líndal Haraldsson |
Helena Rós Sturludóttir |
Helga Ólafs Ólafsdóttir |
Kristín Ýr Gunnarsdóttir |
Lára Ómarsdóttir |
Matthías Ólafsson |
Nanna Ósk Jónsdóttir |
Nawras Zaher Eldeen |
Nikólína H. Sveinsdóttir Jensen |
Sigurður Orri Kristjánsson |
Steinþór Einarsson |
Þórarinn Jóhannes Ólafsson