Tilbúin að endurskoða gjaldskrár

mbl.is/Kristinn Magnússon

Góður vilji virðist fyr­ir því meðal for­ystu­manna nokk­urra stærstu sveit­ar­fé­laga lands­ins að end­ur­skoða áform um hækk­an­ir gjald­skráa, geti slíkt verið inn­legg til þjóðarsátt­ar í kjara­samn­ing­um.

Stóra verk­efnið þar sé að ná niður verðbólgu og háum vöxt­um. Með þeim viðhorf­um er fylgt þeim tóni sem bæj­ar­stjórn Akra­ness sló með yf­ir­lýs­ingu rétt fyr­ir ára­mót.

Leggja sitt af mörk­um

„Reykja­vík­ur­borg er til­bú­in til þess að draga úr boðuðum breyt­ing­um á gjald­skrám ef slíkt get­ur stuðlað að gerð kjara­samn­inga með hóf­leg­um launa­hækk­un­um,“ seg­ir Ein­ar Þor­steins­son, formaður borg­ar­ráðs og vænt­an­leg­ur borg­ar­stjóri. Ein­ar lýsti í nóv­em­ber sl. þeirri skoðun að ef aðilar vinnu­markaðar­ins myndu semja á hóf­söm­um nót­um væri borg­in til í að leggja sitt af mörk­um. Þessi afstaða var staðfest í borg­ar­ráði fyr­ir jól.

Sam­sett mynd/​Odd­geir Karls­son/​Sig­urður Bogi

Nýtt verklag í Kópa­vogi

„Við erum til­bú­in að end­ur­skoða þegar samþykkta hækk­un gjald­skrár ef það má verða til að greiða fyr­ir þjóðarsátt,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son bæj­ar­stjóri í Reykja­nes­bæ. Heim­ir Örn Árna­son, formaður bæj­ar­ráðs Ak­ur­eyr­ar, tal­ar á sömu nót­um.

„Ef vel tekst til og samið verður um hóf­leg­ar launa­hækk­an­ir mun það sjálf­krafa leiða til hóf­legra gjald­skrár­hækk­ana hér,“ seg­ir Ásdís Kristjáns­dótt­ir bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi. Hún vek­ur at­hygli á því að Kópa­vogs­bær hafi tekið upp nýtt verklag. Í stað þess að hækka gjald­skrár í upp­hafi hvers árs miðað við gefn­ar for­send­ur um verðlagsþróun, eins og víða er gert, taki gjald­skrár Kópa­vogs­bæj­ar nú breyt­ing­um 2-4 sinn­um á ári. Sé þá miðað við þróun kostnaðarliða í rekstri.

„Við í Árborg erum auðvitað til­bú­in í sam­vinnu og að leggja okk­ar lóð vog­ar­skál­ar til að greiða fyr­ir kjara­samn­ing­um,“ seg­ir Fjóla Krist­ins­dótt­ir bæj­ar­stjóri. Hún kveðst raun­ar hafa vænst þess lengi að Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga efndi til sam­tals um fær­ar leiðir sem greitt gætu fyr­ir samn­inga­gerð.

Lesa má frek­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka