Vinna hafin við Grindavíkurgarðinn

Vélstjórar hafa hafist handa við að byggja varnargarða við Grindavík.
Vélstjórar hafa hafist handa við að byggja varnargarða við Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mokstur er hafinn til byggingar varnargarðs norðan Grindavíkur. Vinnan hefst við austurenda garðsins en varnargarðurinn á í heild sinni að vera tveir kílómetrar að lengd. Fyrsti kaflinn er talinn munu taka um þrjár vikur í byggingu. 

Þetta segir Ari Guðmundsson, verk­fræðing­ur hjá Verkís, í samtali við mbl.is. Hann segir að framkvæmdaraðilar hafi fengið staðfestingu fyrr um að hefja megi vinnu á görðunum. 

„Við byrjuðum á því að vinna með jarðýtur þarna í dag,“ segir  Ari. Hann útskýrir að garðurinn verði 2 km að lengd og um „hálf hæð á endanlegum garði“, þ.e. um 4 metra á hæð að meðaltali en hæðin er mismunani eftir staðsetningu.

Garðurinn þverar Grindavíkurveg og Suðurstrandarveg ásamt því m.a. að liggja …
Garðurinn þverar Grindavíkurveg og Suðurstrandarveg ásamt því m.a. að liggja samsíða Nesvegi. Ljósmynd/Stjórnarráðið
Garðurinn á að vera um 2 km að lengd.
Garðurinn á að vera um 2 km að lengd. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vinnu ekki lokið við Svartsengisgarðinn

„Þetta fylgir þeim rennslisleiðum sem við höfum fengið út úr hraunherminum hjá okkur,“ segir hann. Aðspurður svarar hann að vinnan hafi hafist við austur enda varnargarðsins, þar sem hættan er talin mest.

Garðurinn er því svipaður hinum varnargarðinum við Svartsengi, en vinna við þann varnargarð er enn ekki lokið.

„Það er ýmis viðbótarverkefni. Það er sem sagt ennþá nokkur op þar sem vegir koma í gegn. Það tekur einhverjar vikur að vinna að útfærslu og lokunum á þeim,“ segir Ari.

„En varðandi Grindavíkurgarðinn erum við að horfa til þess að þessi fasi taki kannski þrjár vikur,“ bætir verkfræðingurinn við að lokum.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert