10% samdráttur í kjötframleiðslu milli ára

Frá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Sauðfjárslátrun var lítil í nóvember …
Frá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Sauðfjárslátrun var lítil í nóvember en aðeins var 136 gripum slátrað samanborið við 6.281 í nóvember 2022. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Kjötframleiðsla í nóvember 2023 dróst saman um 10% frá fyrra ári en alls voru framleidd 1.798 tonn í mánuðinum.

Framleiðsla nautakjöts var 3% minni en í nóvember 2022, framleiðsla alifuglakjöts var 4% minni og svínakjötsframleiðsla dróst saman um 5%.

Sauðfjárslátrun var lítil í nóvember en aðeins var 136 gripum slátrað samanborið við 6.281 í nóvember 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert