Reykjavíkurborg hefur auglýst á ný lóðina Krókháls 20-22 eftir að hún seldist ekki á föstu verði. Lóðin var auglýst til sölu 14. nóvember 2022 en var tekin úr sölu eftir að engin tilboð bárust. Borgin bauð hana á föstu verði sem var 414,6 milljónir króna án gatnagerðargjalda.
Samtímis auglýsir borgin til sölu lóðina Nauthólsveg 79 en það hafa heldur engin tilboð borist í þá lóð eftir að hún var boðin á föstu verði sem er 716 milljónir króna.
Ekki er um að ræða hefðbundna úthlutun á lóðinni Krókhálsi 20-22 heldur er kallað eftir hugmyndum að nýtingu lóðarinnar.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins töldu fyrirtæki og verktakar fyrirhugað byggingarmagn á lóðinni of mikið. Því hefði borgin viljað kanna áhuga á öðrum útfærslum.
Borgin tók tilboði Skientia í lóðina á Nauthólsvegi síðasta sumar. Byggingafélagið MótX keypti í kjölfarið Skientia og fékk þar með kaupréttindin tímabundið. Salan rann hins vegar út í sandinn og ákvað borgin þá að setja fast verð á lóðina í stað þess að taka öðru hæsta boðinu.
Lesa má frekar um málið í Morgunblaðinu í dag.