Finnur fyrir einlægum samningsvilja

Sigríður Margrét fyrir fundinn í morgun.
Sigríður Margrét fyrir fundinn í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), kveðst finna fyrir einlægum samningsvilja innan nýs bandalags stéttarfélaga sem funda í dag í Karphúsinu með SA.

Hún segir alla þurfa að axla ábyrgð þegar markmiðið er að lækka verðbólgu og stýrivexti. 

„Við finnum hversu mikil samstaða er á milli stéttarfélaganna um þessi mikilvægu markmið. Við erum líka með afdráttarlausa yfirlýsingu um stuðning við þessi markmið frá stjórninni okkar,“ segir Sigríður Margrét fyrir fundinn, sem hófst klukkan 10.

Vonast til stífra fundarhalda

„Og við erum með áskorun í höndunum frá okkur um það að fyrirtæki, aðildarfélagar Samtaka atvinnulífsins, ríki og sveitarfélög haldi nú aftur af gjaldskrár- og verðhækkunum til þess að styðja við samningsmarkmiðin sem að við erum sammála um,“ bætir hún við.

Bindur Sigríður Margrét vonir við að bandalagið og SA muni funda stíft á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka