Tímabundin lokun Bláa lónsins hefur verið framlengd til og með 5. janúar.
Þetta kemur fram á vef lónsins en öllum starfsstöðvum fyrirtækisins í Svartsengi var lokað í nóvember vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga.
Hluti starfseminnar var opnaður sunnudaginn 17. desember en daginn eftir hófst eldgos við Sundhnúkagígaröðina og var lóninu því lokað á ný 19. desember.
Áætlað tekjutap Bláa lónsins vegna lokana á liðnum vikum er á bilinu 4-4,5 milljarðar króna samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.