Lokunin framlengd enn og aftur

Horft yfir Bláa lónið og í átt að Þorbirni.
Horft yfir Bláa lónið og í átt að Þorbirni. mbl.is/Hákon

Tímabundin lokun Bláa lónsins hefur verið framlengd til og með 5. janúar.

Þetta kemur fram á vef lónsins en öllum starfs­stöðvum fyrirtækisins í Svartsengi var lokað í nóv­em­ber vegna jarðhrær­inga á Reykja­nesskaga.

Hluti starf­sem­inn­ar var opnaður sunnu­dag­inn 17. des­em­ber en dag­inn eft­ir hófst eld­gos við Sund­hnúkagígaröðina og var lón­inu því lokað á ný 19. des­em­ber.

Áætlað tekjutap Bláa lóns­ins vegna lok­ana á liðnum vik­um er á bil­inu 4-4,5 millj­arðar króna sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert