Íbúar í miðborginni eru margir ósáttir með þá litlu vetrarþjónustu sem er í boði á göngustígunum í Þingholtunum.
Margir göngustígar í miðbænum, einkum í Þingholtunum, eru lítið eða jafnvel ekki þjónustaðir eins og sjá má á vefsjá Reykjavíkurborgar. Umræða spannst um ástandið á Facebook-hópnum Íbúar í Miðborg á dögunum.
Einn íbúi birti færslu í hópnum þar sem hann velti því fyrir sér hvers vegna svæðið sem væri ekki í reglubuninni þjónustu væri svona stórt. Annar birti svipaða athugasemd á hópnum í gær en þá mikil hálka víða í borginni. Margir tóku undir þær áhyggjur sem lýst var í færslunum.
Eiður Fannar Erlendsson, yfirmaður vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar, segir það alls ekki óalgengt að aðeins sumir stígar fáu reglubundna þjónustu en aðrir ekki. Hann kvaðst ekki kannast við þessar tilteknu athugasemdir þegar mbl.is sló á þráðinn til hans.
Spurður hvers vegna sumir stígar séu þjónustaðir en aðrir ekki svarar Eiður:
„Það er ákvarðað út frá því hversu margir nota stígana. Stígar á milli hverfahluta, tengistígar, aðkomur að skólum og stofnstígar í gegn um hverfið, það er alla jafna í forgangi.“
Hann segir aftur á móti að vetrarþjónustan í ár gangi klárlega betur en á seinasta ári en bendir jafnframt á að veðurfar hafi verið betra í ár.