Margt bendir til þess að fráfarandi forseti lýðveldisins hafi verið skelfingu lostinn fyrsta árið í embætti. Þetta er mat Jóns Gnarr sem segist hafa svipaða reynslu af setu í stól borgarstjóra.
Þetta kemur fram í viðtali við Jón Gnarr í Spursmálum þar sem m.a. var rætt um forsetaembættið.
Þátturinn var tekinn upp áður en í ljós kom að Guðni Th. Jóhannesson hygðist láta af embætti í lok sumars.
„Mér fannst þegar hann var að byrja í þessu, svona fyrstu árin, að hann var með einhvern skelfingarsvip en ég sé að hann er farinn. Það er kominn slaki og innri ró og hann er farinn að finna sig í þessu,“ segir Jón.
Ertu að segja að hann hafi verið skelfingu lostinn?
„Já, hann var alveg skelfingu lostinn. Hann var alltaf með buff og í einhverjum sokkum [...]“
Viðtalið við Jón Gnarr, þar sem Sigurjón Kjartansson var einnig gestur, má sjá og heyra í heild sinni hér: