Tveir skjálftar við Trölladyngju

Upptök skjálftanna sjást hér á kortinu.
Upptök skjálftanna sjást hér á kortinu. Kort/map.is

Tveir skjálftar riðu yfir suðvesturhorn landsins skömmu fyrir klukkan ellefu fyrir hádegi. Skjálftarnir fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á Reykjanesskaganum en einnig á Suður- og Vesturlandi.

Sá fyrri reið yfir klukkan 10.50 og var 4,5 að stærð að sögn Böðvars Sveinssonar náttúruvársérfræðings hjá stofnuninni. Átti hann upptök sín við Trölladyngju.

Annar varð skömmu síðar, klukkan 10.54, upp á 3,9, en upptök hans voru nærri þeim fyrri.

Upptökin voru 20 km NNA við Svartsengi, þar sem landris vegna kvikusöfnunar á sér stað. Skjálftarnir urðu á um 5 km dýpi en unnið er að nánari yfirferð.

Gikkskjálftar

Skjálftarnir eru taldir vera svokallaðir gikkskjálftar, en slíkir skjálftar leysa þá spennu úr jarðskorp­unni sem uppstreymi kviku veldur á skag­an­um.

Að sögn Böðvars hefur ekki mælst neinn gosórói á Reykjanesskaga en eins og fram kom í gær hefur hægst á hraða landrissins við Svartsengi sem gæti verið vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp. 

Böðvar segir þróuninni núna á Reykjanesskaga svipa til aðdraganda eldgossins 18. desember.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert