Áhyggjuefni að ránum og ofbeldisbrotum fjölgi

Aldrei hafa verið framin jafn mörg rán á Íslandi og …
Aldrei hafa verið framin jafn mörg rán á Íslandi og á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er áhyggju­efni að rán­um og al­var­leg­um of­beld­is­brot­um sé að fjölga núna á allra síðustu árum, sér­stak­lega á höfuðborg­ar­svæðinu,“ seg­ir Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir, dós­ent í fé­lags- og af­brota­fræði við Há­skóla Íslands, í sam­tali við mbl.is, spurð út í bráðabirgðatöl­fræði lög­regl­unn­ar um af­brot á Íslandi á síðasta ári. 

Auk­inn vopna­b­urður, fleiri rán en nokk­urn tím­ann áður, for­dæma­laust magn af fíkni­efn­um og 7.000 ein­stak­ling­ar hand­tekn­ir er meðal þess sem blas­ir við í bráðabirgðatöl­fræðinni.

Mar­grét hef­ur fylgst náið með stöðu mála hér á landi og bend­ir hún á mögu­lega fylgni auk­ins flæðis fíkni­efna og rána.

„Rán er al­var­legt brot sem fel­ur í sér þjófnað þar sem beitt er hót­un­um eða of­beldi. Og því eru refs­ing­ar fyr­ir rán nokkuð harðar, og sam­kvæmt lög­um óskil­orðsbundn­ar,“ seg­ir Mar­grét. 

Rán tengj­ast oft skaðlegri fíkni­efna­neyslu

Hún bend­ir á að rán teng­ist oft skaðlegri fíkni­efna­neyslu og tel­ur því ekki ólík­legt að þessi fjölg­un sé af­leiðing af auk­inni fíkni­efna­neyslu. Mörg rán tengj­ast einnig áfeng­is­drykkju að sögn Mar­grét­ar. 

„Það kom út viðamik­il skýrsla um rán á Íslandi árið 2005, sem Auðbjörg Björns­dótt­ir gerði, og í þeirri skýrslu kom meðal ann­ars fram að flest rán væru fram­in um helg­ar á kvöld­in eða á morgn­ana, og að gerend­ur væru ung­ir fíkni­efna­neyt­end­ur,“ bend­ir Mar­grét á og seg­ir að ef til vill þurfi að fara í nýja rann­sókn til að kanna hvort staðan hafi breyst og hvernig sé þá hægt að bregðast við. 

Viðbragðið gæti til dæm­is falið í sér hvort auka þurfi eft­ir­lit og kanna þá hvar helst. Eins væri skyn­sam­legt að huga að því að draga úr skaðlegri neyslu fíkni­efna. 

„Þá er ég ekki að tala um harðari refs­ing­ar held­ur frek­ar um ein­hvers­kon­ar skaðam­innk­unar­úr­ræði,“ seg­ir Mar­grét.

Margrét Valdimarsdóttir.
Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Já­kvætt að kyn­ferðis­brot­um fækki

Á sama tíma og flest­um teg­und­um af of­beld­is­brot­um fjölg­ar, hef­ur hins veg­ar til­kynn­ing­um til lög­reglu vegna kyn­ferðis­brota fækkað um 30% miðað við meðal fjölda til­kynn­inga 3 ár á und­an. Fjöldi heim­il­isof­beld­is­brota er svipaður og fyrri ár en um 1.100 til­vik eru til­kynnt til lög­reglu ár­lega.

„Það er afar já­kvæð þróun. Það get­ur verið að sá fókus sem hef­ur verið á þeim brot­um á síðustu árum sé að skila sér í fækk­un kyn­ferðis­brota. Það hef­ur verið mik­il vit­und­ar­vakn­ing í sam­fé­lag­inu um al­var­leika kyn­ferðis­brota og lagt hef­ur verið áhersla á að taka kyn­ferðis­brot­um al­var­lega í rétt­ar­kerf­inu, bæði hjá lög­reglu og dóm­stól­um,“ seg­ir Mar­grét. 

Hærra hlut­fall í nán­ast allri töl­fræði

Síðasta sum­ar var þriðjung­ur þeirra sem afplána dóm á Íslandi og 60% allra gæslu­v­arðhalds­fanga er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar og hef­ur það hlut­fall hækkað hratt á síðustu árum. 

Mar­grét seg­ir nokkr­ar mögu­leg­ar skýr­ing­ar á því. Meðal ann­ars þá ein­földu staðreynd að hér búi nú mun hærra hlut­fall fólks með er­lend­an bak­grunn en áður. Því sé hærra hlut­fall inn­flytj­enda í nán­ast allri töl­fræði. 

„En það má vera að hér sé einnig hóp­ur fólks með er­lend­an bak­grunn sem sé lík­legri til að brjóta af sér en aðrir Íslend­ing­ar, það er þá mik­il­vægt að greina hvers vegna það er. Það er óþarfi að veigra sér við því að skoða það,“ seg­ir Mar­grét. 

Inn­flytj­end­ur oft jaðar­sett­ir

Hún seg­ir að eins og inn­fædd­ir séu inn­flytj­end­ur allskon­ar. Einnig að rann­sókn­ir sýni fram á að inn­flytj­end­ur séu jaðar­sett­ir í sam­fé­lag­inu. 

„Það er að segja fé­lags- og efna­hags­staða þeirra er að jafnaði verri en inn­fæddra og þeir hafa veik tengsl við sam­fé­lagið í heild, þar er tíðni brota sem inn­flytj­end­ur fremja hærri en tíðni inn­fæddra. Þetta á sér­stak­lega við ef inn­flytj­end­ur upp­lifa að þeim sé mis­munað í sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Mar­grét. 

Hún seg­ir sam­setn­ingu inn­flytj­enda einnig skipta máli því ef óvenju hátt hlut­fall inn­flytj­enda séu ung­ir karl­ar, það er að segja óvenju hátt miðað við hlut­fall þeirra meðal inn­fæddra, megi bú­ast við að inn­flytj­end­ur fremji fleiri brot en inn­fædd­ir. 

„Því alls staðar í heim­in­um eru ung­ir karl­ar sá hóp­ur sem er ábyrg­ur fyr­ir flest­um al­var­leg­um brot­um,“ seg­ir Mar­grét. 

Verða oft fyr­ir mis­mun­un í rétt­ar­kerf­inu

Mar­grét bend­ir á að í þjóðmá­laum­ræðunni sé talað um að ákveðinn hóp­ur inn­flytj­enda komi hingað til lands sér­stak­lega í þeim til­gangi að fremja af­brot og séu til dæm­is hluti af skipu­lagðri brot­a­starf­semi. 

„Ef það er þannig þá tel ég að þetta hljóti að vera aðeins brot af þeim sem hér búa. Ég hef til dæm­is ekki séð neitt í rann­sókn­um sem styður það að fólk flytji á milli landa vegna vægra refs­inga, eins og stund­um er nefnt,“ seg­ir Mar­grét. 

Hún bend­ir þó á að í sum­um lönd­um verði inn­flytj­end­ur oft fyr­ir mis­mun­un í rétt­ar­kerf­inu. 

„Til dæm­is er óvenju mik­ill fókus lög­reglu á brot sem inn­flytj­end­ur fremja, sem skil­ar sér í að þeir lenda frek­ar í fang­elsi en inn­fædd­ir, hvort það eigi við hér hef­ur ekki verið kannað sér­stak­lega.“ seg­ir Mar­grét.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka