Björn Zoëga íhugar forsetaframboð

Björn Zoëga.
Björn Zoëga. mbl.is/Árni Sæberg

Björn Zoëga, forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Svíþjóð, er að íhuga að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands.

Þetta segir hann í samtali við sænska blaðið Dagens Nyheter

Blaðið hafði samband við Björn eftir að hann var nefndur á nafn sem mögulegur forsetaframbjóðandi í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í samtali við Dagens Nyheter segir Björn það hafa komið „skemmtilega á óvart” að hafa verið nefndur á nafn og kveðst hann ekki útiloka framboð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert