Borgarbúar hvattir til að hálkuverja nærumhverfi

Starfsfólk vetrarþjónustu borgarinnar hefur saltað götur og göngu- og hjólaleiðir …
Starfsfólk vetrarþjónustu borgarinnar hefur saltað götur og göngu- og hjólaleiðir eins ört og unnt er. mbl.is/Golli

Ekki hefur verið unnt að hálkuverja eins oft og þörf er á sums staðar í Reykjavíkurborg. Erfitt hefur þótt að eiga við breytilegar veðurfarsaðstæður, að því er segir tilkynningu borgarinnar.

Frost og þíða hafi verið á víxl, sem geri allar hálkuvarnir erfiðar. Starfsfólk vetrarþjónustu borgarinnar hafi saltað götur og göngu- og hjólaleiðir eins ört og unnt er.

Sækja saltið sjálf

Í tilkynningu Reykjavíkurborgar eru íbúar hvattir til þess að taka með sér fötu og sækja sér sjálfir salt til hálkuvarna í nærumhverfi sínu.

Annars vegar sé hægt að nálgast salt í hrúgum á níu stöðum í borginni. Hins vegar sé hægt að sækja salt og sand á hverfastöðum við Fiskislóð, Stórhöfða og Jafnasel.

Fólk er einnig hvatt til þess að nota mannbrodda í hálkunni.

Níu hrúgur af salti sem íbúar Reykjavíkur eru hvattir til …
Níu hrúgur af salti sem íbúar Reykjavíkur eru hvattir til að nýta sér. Kort/Reykjavíkurborg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert