Eldstöðin sýnt aukna virkni í fjóra mánuði

Síðast gaus í Grímsvötnum árið 2011 og þar áður árið …
Síðast gaus í Grímsvötnum árið 2011 og þar áður árið 2004. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Síðustu fjóra mánuði hefur jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum verið meiri en það sem telst til venjulegrar bakgrunnsvirkni.

Þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofu Íslands, en fluglitakóðinn fyrir eldstöðina hefur verið færður upp í gulan, eins og mbl.is greindi fyrst frá nú síðdegis.

Frá því í byrjun desember hefur vatn runnið úr Grímsvötn­um sjálfum en síðustu tvær vikur hefur ekki verið hægt að mæla breytingar með GPS-mælingum vegna bilunar í búnaði.

Óvenjuleg virkni

„Í dag klukkan 16 mældust 6 skjálftar af stærðinni 1 eða stærri, sem er talið óvenjulegt,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

Hugsanlegt þykir að þetta sé vegna losunar vatns en það mun vera erfitt að staðfesta að svo stöddu. Litakóðinn verður gulur í bili en og verður metinn að nýju á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert