Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið neikvætt í ósk um að heimilaður verði veitingarekstur í húsinu Klapparstíg 29. Ástæðan er sú að hlutfall smásöluverslunar á þessari götuhlið Klapparstígs er nú þegar undir viðmiðum.
Í þessu rými hússins á 1. hæð sem vísað er til var Rakarastofan Klapparstíg með rekstur um áratugaskeið.
Félagið Cibo Amore ehf. lagði fram fyrirspurnina. Ítalskur veitingastaður með því nafni var opnaður í Kópavogi sl. sumar.
Í umsögn verkefnastjóra skipulagsfulltrúa kemur fram að í gildi sé aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Samkvæmt því sé lóðin og byggingin á Klapparstíg 29 í miðborgarkjarna, M1a.
Á því svæði sé sérstök áhersla lögð á smásöluverslun auk veitingastarfsemi og afþreyingar sem og þjónustu lykilstofnana stjórnsýslu, menningar og mennta.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.