Kóðinn fyrir Grímsvötn færður upp í gulan

Flogið yfir Vatnajökul. Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar …
Flogið yfir Vatnajökul. Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls. mbl.is/RAX

Fluglitakóðinn fyrir Grímsvötn hefur verið færður upp í gulan.

Vart hefur orðið við hrinu lítilla skjálfta í grennd við eldstöðina undir Vatnajökli í dag.

Þykja þeir óeðlilega margir á annars skömmum tíma, segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni í samtali við mbl.is.

Fluglitakóðakort Veðurstofunnar nú síðdegis.
Fluglitakóðakort Veðurstofunnar nú síðdegis. Kort/Veðurstofa Íslands

Talin tilbúin í gos síðustu ár

Grímsvötn eru langvirkasta eldstöð landsins og um nokkurra ára skeið hefur hún verið talin tilbúin í enn eitt eldgosið.

Gulur fluglitakóði merkir í þessu tilfelli að eldstöðin sýni merki um virkni, umfram venjulegt ástand.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert