Bláa Lóninu og Northern Light inn er heimilt að hefja starfsemi á ný í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækjanna og í samræmi við kröfur almannavarna um öryggi.
Frá þessu greinir lögreglan á Suðurnesjum í tilkynningu en nýtt hættumatskort Veðurstofu Íslands var gefið út í dag. Þar segir að „nokkur hætta“ sé á Svartsengissvæðinu en það er lækkun frá því í síðasta hættumatskorti. Hættumatskort Veðurstofu gildir til 12. janúar 2024 að öllu óbreyttu.
Lóninu var lokað 9. nóvember. Hluti starfseminnar var opnaður sunnudaginn 17. desember en daginn eftir hófst eldgos við Sundhnúkagígaröðina og var lóninu því lokað á ný 19. desember.
Á miðvikudag framlengdi Bláa lónið tímabundna lokun til dagsins í dag.
Ekki náðist í Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lónsinu, við gerð fréttar.