Bláa lónið má opna að nýju

Hluti starf­sem­inn­ar var opnaður sunnu­dag­inn 17. des­em­ber en dag­inn eft­ir …
Hluti starf­sem­inn­ar var opnaður sunnu­dag­inn 17. des­em­ber en dag­inn eft­ir hófst eld­gos við Sund­hnúkagígaröðina og var lón­inu því lokað á ný 19. des­em­ber. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bláa Lóninu og Northern Light inn er heimilt að hefja starfsemi á ný í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækjanna og í samræmi við kröfur almannavarna um öryggi.

Frá þessu greinir lögreglan á Suðurnesjum í tilkynningu en nýtt hættumatskort Veðurstofu Íslands var gefið út í dag. Þar segir að „nokkur hætta“ sé á Svartsengissvæðinu en það er lækkun frá því í síðasta hættumatskorti. Hættumatskort Veðurstofu gildir til 12. janúar 2024 að öllu óbreyttu.

Opnaði daginn fyrir gos

Lóninu var lokað 9. nóvember. Hluti starf­sem­inn­ar var opnaður sunnu­dag­inn 17. des­em­ber en dag­inn eft­ir hófst eld­gos við Sund­hnúkagígaröðina og var lón­inu því lokað á ný 19. des­em­ber.

Á miðvikudag framlengdi Bláa lónið tímabundna lok­un til dagsins í dag.

Ekki náðist í Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lónsinu, við gerð fréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert