Einar og Björg saman á ný

Björg Magnúsdóttir hefur meðal annars verið annar umsjónarmanna Kappsmáls.
Björg Magnúsdóttir hefur meðal annars verið annar umsjónarmanna Kappsmáls. Kristinn Magnússon

Björg Magnús­dótt­ir hef­ur verið ráðin sem aðstoðarmaður Ein­ars Þor­steins­son­ar verðandi borg­ar­stjóra. Björg hef­ur verið starfsmaður hjá Rík­is­út­varp­inu und­an­far­in 12 ár en söðlar nú um og fer í Ráðhúsið. 

Björg seg­ir að eft­ir lang­an tíma á RÚV sé kom­inn tími á breyt­ing­ar og nýj­ar og stór­ar áskor­an­ir. 

„Síðasta ár hef ég verið í fæðing­ar­or­lofi með dreng­inn minn. Í fæðing­ar­or­lofi þreng­ist fókus­inn í líf­inu og nærum­hverfið fer að skipta meira máli. Hvert kemst ég í göngu­túr með vagn­inn eft­ir snjó­komu síðustu daga? Er ástandið á íbúðamarkaði að skána eða verður barnið mitt heima til fer­tugs?

Eins og aðrir for­eldr­ar hef ég líka þurft fyr­ir al­vöru að velta dag­gæslu- og leik­skóla­mál­um fyr­ir mér og finn hversu ósegj­an­lega mik­il­vægt er að þau séu í lagi. Bið eft­ir plássi get­ur reynt veru­lega á - og enn er það þannig að mæður finna meira fyr­ir því. Að fá tæki­færi til þess að starfa að þess­um mála­flokk­um og von­andi gera gagn finnst mér heiður og ég hlakka mikið til,“ seg­ir Björg. 

Á skófl­unni fyr­ir borg­ar­búa 

Hún og Ein­ar þekkj­ast frá fyrri tíð þar sem þau voru sam­starfs­fé­lag­ar á RÚV. 

„Ég hef unnið með Ein­ari í mörg ár og kynnst hon­um vel. Rætt við hann um heima og geima og hlegið mikið. Bæði með hon­um og ör­sjald­an að hon­um og ei­líf­um metnaði hans fyr­ir að sjá kó­mísku hliðarn­ar í líf­inu. Hann er góður maður og ég skýt á að hann verði mjög góður borg­ar­stjóri.

Ég hef trú á því sem hann hef­ur verið að gera og set­ur stefn­una á að gera í góðu meiri­hluta­sam­starfi. Hóf­söm nálg­un af miðjunni með skýra for­gangs­röðun finnst mér skyn­sam­leg. En líka, við þurf­um fleira venju­legt, mál­efna­legt og skemmti­legt fólk í stjórn­mál­in sem ætl­ar að vera á skófl­unni fyr­ir borg­ar­búa. Það er góð póli­tík,“ seg­ir Björg. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert