Hætta á stórum sprungum talin minni

Aðalbreytingin er á Svartsengi, þar sem nú er talin vera …
Aðalbreytingin er á Svartsengi, þar sem nú er talin vera „nokkur hætta“, en það er lækkun frá síðustu útgáfu kortsins. Kort/Veðurstofa Íslands

Eldgos er enn talið langlíklegast við Sundhnúkagígaröðina, milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Þetta kemur fram í nýju hættumatskorti Veðurstofu Íslands. 

Aðalbreytingin frá síðasta hættumatskorti er á svæði 1, eða Svartsengi, þar sem nú er talin vera „nokkur hætta“, sem er minni hætta en á síðasta hættumatskorti.

Ástæðan fyrir breytingunni er sú að hætta vegna myndunnar á stórum sprungum á yfirborði er talinn minni þar sem engar nýjar slíkar sprungur hafa myndast að undanförnu.

„Auk þess sem samtúlkun vísindafólks á vöktunargögnum á samráðsfundi Veðurstofunnar, bendir til þess að Sundhnúkagígaröðin, milli Stóra-Skógfells og Hagafells, sé lang líklegasta upptakasvæði eldgoss,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

Vísbendingar um kvikuþrýsting undir Svartsengi

Veðurstofan sagði fyrr í dag að vís­bend­ing­ar væru um að kvikuþrýst­ing­ur væri að byggj­ast upp við Svartsengi og þar með ykjust lík­ur á nýju kvik­hlaupi og einnig eld­gosi. Ekki væri úti­lokað að það væri vís­bend­ing um að það dragi úr kviku­inn­flæði

Síðasta gos hófst með mjög skömmum fyrirvara. Veðurstofan heldur áfram að vakta svæðið allan sólarhringinn og er í beinu sambandi við almannavarnir um stöðu mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert